Jólaskemmtun í Púlsinum

Reynir Sveinsson

Jólaskemmtun í Púlsinum

Kaupa Í körfu

Börnin sem sótt hafa námskeið í ævintýrahúsinu Púlsinum í haust sýndu afrakstur starfsins á jólaskemmtun Púlsins í samkomuhúsinu í Sandgerði um helgina. Fjöldi gesta kom til að fylgjast með. Níu til fimmtán ára ungmenni af Suðurnesjum hafa verið á leiklistarnámskeiðum í Púlsinum og sex til átta ára á námskeiðum í söng, sögum og spuna. Á jólaskemmtuninni sýndu eldri börnin leikrit sem þau höfðu samið og þau yngri skemmtu með leik og söng. Flest voru atriðin tengd jólunum. MYNDATEXTI: Heimili jólasveinanna: Óþekka barninu var sleppt úr poka Grýlu vegna þess að Leppalúði minnti á að það ætti að fá annað tækifæri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar