ÍR - Tindastóll 96:102

Þorkell Þorkelsson

ÍR - Tindastóll 96:102

Kaupa Í körfu

ÁTTATÍU stig frá Clifton Cook og Nick Boyd var meira en ÍR-ingar réðu við þegar Skagfirðingar sóttu þá heim í Breiðholtið í gærkvöld. ÍR náði undirtökunum en lét sér það nægja og varð lítið um svör þegar fóstbræðurnir úr Tindastóli tóku við sér. Það þurfti samt framlengingu til að knýja fram úrslit, þá skoraði ÍR fimm stig í röð en Cook og Boyd svöruðu með næstu tíu í 102:96 sigri. MYNDATEXTI: Adrian Parks skorar hér yfir ÍR-inginn Ásgeir Hlöðversson en varnartröllið Kevin Grandberg liggur og fylgist með ásamt Ólafi J. Sigurðssyni og Eiríki Önundarsyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar