Listahátíð - undirritun á Hornafirði

Sigurður Mar

Listahátíð - undirritun á Hornafirði

Kaupa Í körfu

DAGSKRÁ írska Nóbelsverðlaunaskáldsins Seamusar Heaney og sekkjapípuleikarans Liams O'Flynn, "Skáldið og sekkjapípuleikarinn" verður frumflutt í Nýheimum á Höfn í Hornafirði 22. maí nk. Önnur sýning verður á Akureyri 23. maí og sú þriðja á Listahátíð í Reykjavík 24. maí. Sýning Íranna er hápunktur samstarfs milli Listahátíðar í Reykjavík, Menningarráðs Austurlands og Akureyrarbæjar sem undirritað var á Höfn í gær. MYNDATEXTI: Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar, Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, og Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, undirrituðu samkomulag um samvinnu Listahátíðar í Reykjavík og landsbyggðarinnar í Nýheimum á Höfn í Hornafirði í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar