Körfukrakkar - Körfuknattleiksmót Fjölnis

Stefán Stefánsson

Körfukrakkar - Körfuknattleiksmót Fjölnis

Kaupa Í körfu

SKÚFFUKAKA, sund, blysför, bíó, kvöldvaka og körfubolti - betra verður það varla. Það fannst krökkunum á körfuknattleiksmóti Fjölnis, Hópbílamótinu, um síðustu helgi og þegar rúmlega 400 krakkar upp að 11 ára aldri koma saman er nokkuð víst að fjörið verður talsvert. Keppt var í íþróttasal Rimaskóla og íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi en flestir keppendur gistu í skólastofum Rimaskóla. MYNDATEXTI: KR-stelpurnar hlökkuðu til kvöldvökunnar og það tók nokkurn tíma að fá þær til að slaka á fyrir myndatöku. Frá vinstri Ragnhildur Arna Kristinsdóttir, Sólrún Rós Eiríksdóttir, Elín Lára Reynisdóttir, lukkutröllið Ellert, Una Geirdís Flosadóttir, Stefanía Bergljót Stefánsdóttir, Alexandra Jóna Hermannsdóttir, Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir, Auður Ýr Harðardóttir og Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir. Nanna Hermannsdóttir var farin heim með höfuðverk. Flestar eru þær að hefja körfuboltaferilinn og var þetta í fyrsta sinn sem þær gistu saman á svona móti. mynd kom ekki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar