Sundlandsliðið

Stefán Stefánsson

Sundlandsliðið

Kaupa Í körfu

Tíu landsliðsmenn í sundi taka þátt í Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug FLESTIR bestu sundmenn íslands halda á mánudaginn til Írlands, þar sem Evrópumeistaramótið í 25 metra laug fer fram í Dublin. Mikið er í húfi - ekki bara að Örn Arnarson takist að verja titil sinn í 200 metra baksundi - heldur stefna allir sundmennirnir á að bæta sína persónulegu tíma til að komast í, eða halda sig í, Ólympíuhópi Sundsambandsins. MYNDATEXTI: Sundlandslið á leið á Evrópumót í Dublin. Fremst eru Steindór Gunnarson yfirþjálfari og Anja Ríkey Jakobsdóttir. Fyrir aftan þau frá vinstri eru Þuríður Einarsdóttir aðstoðarþjálfari, Hlín Ástþórsdóttir fararstjóri, Sigrún Benediktsdóttir Óðni, Ragnheiður Ragnarsdóttir SH, Jakob Jóhann Sveinsson Ægi, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir Ægi, Louisa Isaksen Fjölni, Örn Arnarson ÍRB, Jón Oddur Sigurðsson ÍRB, Heiðar Ingi Marinósson SH og Írís Edda Heimisdóttir ÍRB.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar