Hreiðar Jósteinsson

Hafþór Hreiðarsson

Hreiðar Jósteinsson

Kaupa Í körfu

HREIÐAR Jósteinsson, trillukarl á Vilborgu ÞH frá Húsavík, var á sínum tíma einn fljótasti beitningarmaður landsins. Hann beitti eitt sinn heilan rekka, alls 135 króka, á aðeins 6,3 mínútum í beitningarkeppni á sjómannadeginum á Húsavík. "Það er langt síðan og núna er ég ekki að flýta mér eins mikið. Synir mínir eru til dæmis miklu fljótari að beita en ég hef nokkru sinni verið," sagði Hreiðar við blaðamann Morgunblaðsins sem rak nefið inn í beitningarskúrinn fyrir skemmstu. Hreiðar var þá að dunda sér við að beita nokkra bala en segist þó ekki róa mikið á þessum árstíma. Hann skreppi þó stundum með fimm bala út í Skjálfandaflóa og fái oftast góðan afla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar