Söngvarasjóður

Söngvarasjóður

Kaupa Í körfu

ÚTHLUTUN úr söngvarasjóði FÍL fór fram á dögunum en alls bárust níu umsóknir. Að þessu sinni hlutu styrk þau Vígþór Sjafnar Zophoníasson, Elín Huld Árnadóttir og Ólafía Línberg Jensdóttir, að upphæð 150 þús. kr. hver. Markmið Söngvarasjóðsins er að styðja við bakið á söngvurum sem hyggja á framhaldsnám svo og hvers kyns starfsemi sem stuðlar að því að skapa tækifæri fyrir söngvara. Stjórn Söngvarasjóðsins skipa óperusöngvararnir Stefán Arngrímsson og Hrönn Hafliðadóttir. MYNDATEXTI: Árni Stefánsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Ólafía Línberg Jensdóttir, Vígþór Sjafnar Zophaníasson, Esther Ösp Gunnarsdóttir og Stefán Arngrímsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar