Mótmæli á Austurvelli

Mótmæli á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Launþegahreyfingin bregst hart við frumvarpi um eftirlaun æðstu ráðamanna Stjórnarandstaðan að bregðast, segir Grétar Þorsteinsson - Slæmt innlegg í kjaraviðræðurnar, segir Ari Edwald - Þingmenn taktlausir, Segir Halldóra Friðjóndsóttir - Kemur fram á hárréttum tíma, segir Davíð Odsson. Mótmælt á Austurvelli Frumvarp um eftirlaun æðstu ráðamanna hefur sett kjaraviðræður í uppnám og var efnt til mótmæla vegna þess á Austurvelli í gær. Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið, Samiðn, Rafiðnaðarsambandið og verslunarmenn hafa frestað kjaraviðræðum í kjölfar frumvarpsins. MYNDATEXTI: Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli í gær til að mótmæla frumvarpi um hækkun eftirlauna helstu ráðamanna. Meðal viðstaddra var fundið að því að frumvarpið kæmi fram í kjölfar annarra mála þar sem skerða ætti réttindi láglaunafólks, atvinnulausra og öryrkja. "Mér finnst það eigi að vera jöfnuður í samfélaginu," sagði Reynir Hlíðar Jóhannsson, sem var á Austurvelli. "Þetta stuðlar ekki að jöfnuði." Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, ávarpaði mannfjöldann og sagði að launþegahreyfingin myndi breyta kröfugerð sinni í komandi kjaraviðræðum yrði frumvarpið ekki dregið til baka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar