Smáraskóli Kópavogi - Sigrún Sævarsdóttir

Jim Smart

Smáraskóli Kópavogi - Sigrún Sævarsdóttir

Kaupa Í körfu

Tveir tónlistarkennarar frá Guildhall School of Music and Drama í London, Sigrún Sævarsdóttir og Paul Griffiths, eru nú staddir hér á landi á vegum Listaháskóla Íslands og halda námskeið fyrir nemendur kennaradeilda, með þátttöku 11 og 15 ára barna úr Smáraskóla, 11 ára barna í Öskjuhlíðarskóla og hljóðfæranema við Nýja tónlistarskólann. Í námskeiðinu felst að kennaranemunum er leiðbeint með það hvernig virkja má grunnskólanemendur jafnt sem tónlistarskólanemendur í sköpun eigin tónlistar og sameiginlegri tónlistariðkun. MYNDATEXTI: Sigrún Sævarsdóttir gefur réttu innkomurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar