KA - GróttaKR 28:23

Kristján Kristjánsson

KA - GróttaKR 28:23

Kaupa Í körfu

KA tók á móti Gróttu/KR í gær í efstu deild karla í handknattleik, n-riðli RE/MAX deildar og hafði KA talsverða yfirburði þótt aðeins hefði munað fimm mörkum í lokin, 28:23. Bæði liðin voru með 14 stig fyrir leikinn og voru að keppa um að taka fleiri stig með sér í úrvalsdeildina eftir áramót. Það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti því KA-menn voru komnir með 10 marka forskot fljótlega í seinni hálfleik en þeir slökuðu á undir lokin. MYNDATEXTI: Einar Logi Friðjónsson, KA-maður, brýst í gegnum vörn Gróttu/KR og skorar eitt marka sinna í leiknum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar