Nína á Akranesi

Nína á Akranesi

Kaupa Í körfu

Það er ekki amalegt fyrir verslun á landsbyggðinni að fá önnur eins meðmæli og höfð voru eftir Dorrit Moussaief forsetafrú í nýlegu viðtali í Mannlífi um verslunina Nínu á Akranesi. Verslunin Nína á Akranesi virðist í fljótu bragði afskaplega venjuleg fataverslun, en þegar inn er komið sést að þar er hægt að fá föt á alla fjölskylduna, allt frá ungbörnum upp í eldra fólk, og þar að auki yfirhafnir, skó og ýmsa fylgihluti. Nína Áslaug Stefánsdóttir er eigandi verslunarinnar. "Já," segir Nína með bros á vör, "hér er hægt að kaupa fatnað á fólk frá vöggu til grafar."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar