Jólahlaðborð

Líney Sigurðardóttir

Jólahlaðborð

Kaupa Í körfu

Hér á Þórshöfn var orðin hefð að leikfélagið sá um skemmtidagskrá kringum 1. desember og voru ýmist sýnd leikrit í fullri lengd eða styttri leikþættir. Þessi hefð lá niðri í nokkur ár en var endurvakin um síðustu mánaðamót þegar Leikfélag Þórshafnar og Björgunarsveitin Hafliði tóku höndum saman til að endurvekja þessa hefð. Leikfélagið tók að sér skemmtunina en björgunarsveitin sá um dyravörslu og jólahlaðborð. Fjölmennt var á hátíðina og að lokinni skemmtidagskrá tók við dansleikur fram eftir nóttu þar sem hljómsveitin Afabandið lék fyrir dansi. MYNDATEXTI: Arnar Einarsson skólastjóri og aðstoðarfólk hans útbjuggu glæsilegt jólahlaðborð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar