Þráinn Bertelsson
Kaupa Í körfu
Bæjarbókasafnið hér í Hveragerði hefur staðið fyrir upplestri nýrra bóka fyrir jólin. Ekki var brugðið út af þeim vana í ár og var seinna upplestrarkvöldið fyrir skemmstu. Í ár voru bæjarfulltrúar fengnir til að lesa upp úr nýútkomnum bókum, Pjetur Hafstein Lárusson las upp úr bók sinni, þar sem hann hefur þýtt japönsk og kínversk ljóð. Auk þeirra kom Þráinn Bertelsson og las upp úr sinni ævisögu. Kaflinn sem Þráinn las var um hans fyrstu ástarsorg, þegar hann var átta ára gamall, bráðfyndin og skemmtileg frásögn. Margir gestir lögðu leið sína í bókasafnið og það var notalegt að sitja við kertaljós og hlusta á góðan upplestur. Sannarlega góð hvíld í jólastressinu að koma við á safninu og setjast niður með góðu fólki og hlusta. Á næsta ári verður aftur lesið, þá verða komnar margar nýjar bækur og bókasafnið flutt í nýja verslunarmiðstöð sem er að rísa við Sunnumörkina. Bókasafnið mun verða þar sem nýlega fannst sprunga í jörðinni. MYNDATEXTI: Þráinn Bertelsson
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir