Dívurnar í Hallgrímskirkju

Árni Torfason

Dívurnar í Hallgrímskirkju

Kaupa Í körfu

Í FYRRA kom sönghópurinn Íslensku dívurnar fyrst fram á sjónarsviðið og gaf þá út glæsilega hljómplötu, Frostrósir. Platan gekk vel og um svipað leyti hélt hópurinn hljómleika, þar sem sungin voru sígild jólalög ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Karlakórnum Fóstbræðrum, Vox feminae og Gospelkór Fíladelfíu. Leikurinn verður endurtekinn næsta fimmtudags- og föstudagskvöld en dívurnar í ár eru þær Margrét Eir, Eivör Pálsdóttir, Guðrún Árný, Ragnheiður Gröndal og Védís Hervör. Einnig verður Maríus Sverrisson gestasöngvari en Maríus hefur verið í söngnámi erlendis undanfarin ár. Félagar úr Sinfóníuhljómsveitinni, Karlakór Fóstbræðra, Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelröddunum, alls hátt í 200 manns, koma einnig að verkefninu. MYNDATEXTI: Mynd frá tónleikunum í fyrra: Védís á sviði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar