Nýútkomnar bækur

Jónas Erlendsson

Nýútkomnar bækur

Kaupa Í körfu

Verslunin Klakkur er eina verslunin í Mýrdal sem selur bækur, en þar er einnig mikið úrval af ýmiss konar gjafavöru og fatnaði. Það er því nokkur nýbreytni að Klakkur stóð fyrir því að fá til Víkur tvo rithöfunda, þá Reyni Traustason og Óttar Sveinsson. Þeir lásu upp úr nýútkomnum bókum sínum, Lindu og Útkall - árás á Goðafoss. Einnig árituðu þeir bækur sínar. Að sögn Reynis er þessi tími fram að jólum mikill annatími hjá rithöfundum, þeir fara á milli verslana og lesa upp úr og kynna bækur sínar. MYNDATEXTI: Útkall og Linda: Óttar Sveinsson og Reynir Þór Traustason árita bækur sínar. Til ritara fréttastjóra Myndir teknar í kvöld þegar Óttar Sveinsson og Reynir Traustason kynntu nýútkomnar bækur í verslunnini Klakk í Vík. ath. velja aðra myndina Kveðja Jónas Erlendsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar