Stórfiskaleikur Bridsfélags Reykjavíkur

Arnór Ragnarsson

Stórfiskaleikur Bridsfélags Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ellert B. Schram og Arngunnur Jónsdóttir unnu stórfiskaleik BR Sunnudagskvöldið 14. des. bauð Bridsfélag Reykjavíkur nokkrum stórlöxum úr þjóðlífinu til bridsmóts og voru þeir dregnir í pör með mörgum af bestu bridskonum landsins. Ellert B. Schram og Arngunnur Jónsdóttir unnu með +18, í öðru sæti urðu Georg Ólafsson og Bryndís Þorsteinsdóttir með +13, í þriðja sæti urðu Guðmundur Þóroddsson og Esther Jakobsdóttir með +12 og í fjórða sæti urðu Benedikt Sveinsson og Alda Guðnadóttir með +10. Öll úrslit má sjá á www.bridgefelag.is MYNDATEXTI: Loks tókst forsvarsmönnum Bridsfélags Reykjavíkur að fá konu í stórfiskaleikinn. Stefanía K. Karlsdóttir rektor spilar við Soffíu Daníelsdóttur en andstæðingarnir eru Þórður Harðarson og Svala Pálsdóttir. Með þeim á myndinni er Gylfi Baldursson formaður BR. F.v. Gylfi, Svala, Stefanía, Þórður og Soffía.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar