Altaristafla í Borgarholtsskóla
Kaupa Í körfu
Nýstárleg altaristafla var afhjúpuð í gær í bílgreinasal Borgarholtsskóla, en hana höfðu unnið nemendur á listnámsbraut Borgarholtsskóla, þeir Sæmundur Þór Helgason, Sighvatur Halldórsson, Emil Örn Emilsson, Hafþór Jóhannsson og Gaston Sedran frá Argentínu. Altaristaflan er svonefnt götulistaverk, eða "graffiti-listaverk" og voru verkfæri listamannanna málningarúðabrúsar frekar en olíulitir. Verður taflan notuð við guðsþjónustur í Grafarvogssókn á sunnudögum framvegis og mun hún fyrst verða nýtt við aftansöng á aðfangadag í sal Borgarholtsskóla, en salurinn hefur þjónað efri byggðum Grafarvogs, þar sem ekki er nóg pláss í Grafarvogskirkju sjálfri fyrir alla íbúa Grafarvogs. Myndatexti: Nýja altaristaflan þar sem sjá má leið mannsins frá sköpun til náðar Guðs og þá sem ganga veginn til glötunar en eygja þó von um hjálpræði.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir