Altaristafla í Borgarholtsskóla
Kaupa Í körfu
Nýstárleg altaristafla var afhjúpuð í gær í bílgreinasal Borgarholtsskóla, en hana höfðu unnið nemendur á listnámsbraut Borgarholtsskóla, þeir Sæmundur Þór Helgason, Sighvatur Halldórsson, Emil Örn Emilsson, Hafþór Jóhannsson og Gaston Sedran frá Argentínu. Altaristaflan er svonefnt götulistaverk, eða "graffiti-listaverk" og voru verkfæri listamannanna málningarúðabrúsar frekar en olíulitir. Verður taflan notuð við guðsþjónustur í Grafarvogssókn á sunnudögum framvegis og mun hún fyrst verða nýtt við aftansöng á aðfangadag í sal Borgarholtsskóla, en salurinn hefur þjónað efri byggðum Grafarvogs, þar sem ekki er nóg pláss í Grafarvogskirkju sjálfri fyrir alla íbúa Grafarvogs. Myndatexti: Karl Sigurbjörnsson biskup skoðar altaristöfluna ásamt listamönnunum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir