Póstmiðstöðin - Jólapósturinn

Þorkell Þorkelsson

Póstmiðstöðin - Jólapósturinn

Kaupa Í körfu

ÞEGAR tæp vika er til jóla er jólatörnin að ná hámarki í pósthúsum landsins, enda mörg bréfin og pakkarnir sem þurfa að komast á öruggan hátt á leiðarenda fyrir jól. Í Póstmiðstöðinni í Reykjavík hefur starfsfólk unnið ötullega síðustu daga að flokkun jólapóstsins með fumlausum handtökum. En þótt starfsfólk Íslandspósts leggi sig fram er gott að hafa varann á og vera tímanlega með sendingar. Síðasti skiladagur jólakorta og jólapakka innanlands er sunnudaginn 21. desember.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar