Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar

Jim Smart

Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar

Kaupa Í körfu

Stofnfundur Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar var haldinn í gær í Iðnó. Hlutverk stofnunarinnar er að kynna íslenska myndlist erlendis og auka þátttöku íslenskra myndlistarmanna í alþjóðlegu myndlistarstarfi. Kynningarmiðstöðin er sjálfseignarstofnun og eru eigendurnir Samband íslenskra myndlistarmanna, Hafnarborg - menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Listasafn Akureyrar, Listasafn ASÍ, Listasafn Íslands, Listasafn Kópavogs, Listasafn Reykjavíkur, Myndstef, Nýlistasafnið og Útflutningsráð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar