Reykköfunarnámskeið

Reykköfunarnámskeið

Kaupa Í körfu

Það var bara mjög gaman að kafa inn í reykinn," sagði Óli Hjálmar Ólason, 15 ára nemi og sjóari frá Grímsey, eftir að hafa fylgt reykkafara inn í reykfyllta gáma til að bjarga þaðan dúkku úr aðstæðum sem ætlað var að líkja eftir skipi fullu af reyk.Óli er einn af þátttakendum á grunnnámskeiði í öryggismálum sjómanna sem Slysavarnaskóli sjómanna stendur fyrir þessa vikuna og voru þátttakendur á námskeiðinu ungir piltar víðsvegar að af landinu, sem eiga það sameiginlegt að stunda sjóinn á sumrin og skóla á veturna. Myndatexti: Markmið námskeiðsins var að bjarga dúkku út úr reykfylltum og sjóðheitum gámum. Halldór Almarsson leiðbeinandi fylgist með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar