Þoka á Lagarfljóti

Sigurður Aðalsteinsson

Þoka á Lagarfljóti

Kaupa Í körfu

Sérkennileg þoka sveipaðist um Lagarfljót fyrir skemmstu og þótti mörgum furðu sæta. Um hitafræðilegt fyrirbrigði er að ræða, þar sem yfirborð Fljótsins er nú um 0 gráðu heitt og að mestu íslaust, en hitastigið við það rokkaði þennan tiltekna dag frá 6 til 10 gráðum í mínus. Helgi Hallgímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, segir þetta ekki óalgenga sjón fyrrihluta vetrar. "Það er svo hlýtt í Fljótinu miðað við loftið þegar svona frost er. Ef það er suðvestan andvari eins og þarna var, þá kemur þessi þoka, ekki síst við Egilsstaði. Rakinn í loftinu þéttist því hitamismunurinn er það mikill."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar