Brynja Björnsdóttir

Árni Torfason

Brynja Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Árni Torfason tók myndina á forsíðunni en hana prýðir Brynja Björnsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Jörfa, að þessu sinni. Látið myndina ekki blekkja ykkur; Brynja er mikill morgunhani og finnst ekkert erfiðara að fara á fætur í skammdeginu heldur en á sumrin. Dimmu dagarnir fyrir jólin eru notalegir og skemmtilegir að mati Brynju. Hún hefur verið á fullu að föndra með krökkunum í vinnunni síðustu daga og er komin í mikið jólaskap. Ekki eru allir jafnheppnir og Brynja. Margir eiga erfitt með að þrauka skammdegið, geta ómögulega haft sig á fætur og þunglyndi gerir ósjaldan vart við sig. Á síðu sex má sjá hvernig flugeldar og súkkulaði gera þennan tíma bærilegri en ella, en þar skoðum við björtu hliðarnar á skammdeginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar