Fyrsta skóflustungan - Sturla Böðvarsson

Gunnar Kristjánsson

Fyrsta skóflustungan - Sturla Böðvarsson

Kaupa Í körfu

Þriðjudaginn 16 desember sl. tók Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og 1. þingmaður í Norðvesturkjördæmi, fyrstu skóflustunguna að Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem rísa á í Grundarfirði og taka til starfa í haust. Skólinn mun rísa í miðbæ Grundarfjarðar við Grundargötu. Viðstaddir athöfnina voru fulltrúar sveitarfélaganna á Snæfellsnesi sem standa að rekstri skólans auk fulltrúa úr menntamálaráðuneyti, byggingarnefnd skólans og skólanefnd en auk þess voru fjölmargir væntanlegir nemendur mættir við athöfnina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar