Þórarinn Ingi Tómasson

Sigurður Elvar Þórólfsson

Þórarinn Ingi Tómasson

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er örugglega eitt það furðulegasta sem hefur komið fyrir mig," segir Þórarinn Ingi Tómasson, sextán ára piltur frá Akranesi, sem húkkaði sér far í fyrradag, en lenti nokkru síðar í bílveltu þar sem honum tókst með snarræði að bjarga þriggja ára stúlku, sem var í aftursæti bílsins, á meðan faðir hennar, ökumaðurinn, var fastur í bílbeltinu. Þórarinn, sem stundar nám að Laugum, segir að hann hafi húkkað sér far frá Laugum til Akureyrar í fyrradag. "Ég var tekinn upp í á vegamótunum á Laugum," útskýrir hann. Auk ökumannsins var þriggja ára stúlka í bílnum. Þórarinn segir að ökumaðurinn hafi keyrt mjög varlega "en allt í einu lentum við í krapi og hann missti stjórn á bílnum. Mér fannst eins og hann væri að ná stjórn á bílnum aftur en þá var eins og við hefðum lent á grjóti og bíllinn fór eina veltu og endaði á hvolfi utan vegar MYNDATEXTI: Þórarinn Ingi Tómasson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar