Hulda Jensdóttir
Kaupa Í körfu
Hulda Jensdóttir, einn brautryðjenda í nútíma fæðingarhjálp, hefur sent frá sér bókina Upphafið þar sem hún miðlar af áratuga reynslu í starfi ljósmóður auk þess sem hún hefur haldið ótal námskeið fyrir verðandi foreldra. Upphafið er önnur bókin sem Hulda Jensdóttir sendir frá sér um meðgöngu, fæðingarhjálp og nýtt líf. Sú fyrri heitir Slökun og eðlileg fæðing og kom út 1962. "Sú bók er löngu uppseld en fyrir skömmu komu nokkur eintök í leitirnar," segir Hulda. "Bókin var mjög vinsæl og fólk er enn að leita eftir henni hjá mér og ég hef rekist á hana á náttborðinu hjá ungum íslenskum konum, sem búa erlendis. Ég veit til þess að fólk hefur farið á fornsölur í leit að bókinni þannig að hún virðist hafa þjónað vel þeim tíma sem hún kom út á. Auðvitað hafa tímarnir breyst og mennirnir með og eins er með nýju bókina. Að baki er sama manneskja og þar af leiðandi sama andrúmsloftið en það er miklu meira í bókina lagt að ógleymdri fjörutíu ára reynslu höfundarins, sem vonandi skilar sér." MYNDATEXTI: Hulda Jensdóttir, höfundur bókarinnar Upphafið.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir