St. Franciskusspítaliinn

Gunnlaugur Árnason

St. Franciskusspítaliinn

Kaupa Í körfu

Tveir nemar í námsbraut Háskóla Íslands í sjúkraþjálfun hafa verið við nám á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi í 8 vikur. Það eru þær Halldóra Jónasdóttir og Linda B. Stefánsdóttir, og þær eru nú að ljúka 8 vikna námsdvöl á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi. Þær eru að kynna sér endurhæfingameðferð á háls- og bakdeild sjúkrahússins. Yfirlæknir St. Franciskusspítala, Jósep Ó. Blöndal og Lucia de Korte, deildarstjóri endurhæfingardeildarinnar ábyrgjast námið en nemarnir eru undir daglegri stjórn Lasse Schaefer. MYNDATEXTI: Fremri röð: Halldóra Jónasdóttir og Linda B. Stefánsdóttir, nemar í sjúkraþjálfun. Aftari röð Lasse Schaefer sjúkraþjálfari, Dörte Hacker sjúkraþjálfari, Róbert Jörgensen framkvæmdastjóri, Lucia de Korte, deildarstjóri endurhæfingardeildar, Jósep Ó. Blöndal yfirlæknir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar