Pípuorgel í Ingjaldshólskirkju

Pípuorgel í Ingjaldshólskirkju

Kaupa Í körfu

Nýtt pípuorgel var nýlega vígt við hátíðarguðþjónustu í Ingjaldshólskirkju við Hellissandi. Þá var einnig vígður og tekinn í noktun nýr hökull sem kirkjunni var gefinn og afhentur af Hildigunni Smáradóttur á hundrað ára afmælishátið kirkjunnar í október sl. Á undan guðsþjónustunni voru aðventutónleikar sem hófust með því að stjórnandi kirkjukórs Ingjaldshólskirkju Kay Wiggs lék á hið nýja orgel verkið Ferðin til Betlehem eftir Cesar Franck. Þá söng Ingveldur Ýr Jónsdóttir jólalög við undirleik Kay Wiggs. Einnig söng Ingveldur Ýr einsöng í þremur lögum með kirkjukórnum auk þess að syngja með kórnum við guðsþjónustuna. MYNDATEXTI: Kirkjuprýði. Hið nýja orgel setur virðulegan svip á Ingjaldshólskirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar