Jólatré í Heiðmörk

Þorkell Þorkelsson

Jólatré í Heiðmörk

Kaupa Í körfu

Stór og þéttur greniskógur í Guðmundarhlíð í Hjalladal í Heiðmörk þarfnast grisjunar. Skógræktarfélag Reykjavíkur gerði það annað árið í röð að bjóða félagsmönnum og velunnurum félagsins að koma í skóginn einn dag fyrir jólin til að velja sér jólatré og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Samkvæmt upplýsingum starfsmanns í Heiðmörk nýttu margir þetta boð. Trén voru gróðursett fyrir rúmum tuttugu árum og gat fólk því valið ýmsar stærðir af trjám.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar