Jólaball Í Grandaskóla

Jim Smart

Jólaball Í Grandaskóla

Kaupa Í körfu

Í dag er aðfangadagur jóla, dagurinn sem svo margir hafa beðið eftir undanfarnar vikur, dagurinn sem allt hefur snúist um síðustu dægrin. Og nú er stundin runnin upp. Í kvöld minnumst við, sem höldum upp á jólin, fæðingar Krists, hver með sínum hætti. Eftirvæntingin er sennilega hvað mest hjá börnunum. Þau hafa mörg hver beðið í ofvæni; talið niður dagana;...þrír, tveir, einn og...í dag eru jólin loksins komin. Þau hafa fylgst með jólasveinunum, sem hafa fært þeim, sem fara snemma að sofa, eitthvert lítilræði í skóinn og á jólaböllunum hafa þau sungið jólalög og dansað í kringum vel skreytt jólatré. MYNDATEXTI: Alvöru jólasveinar að bíða eftir jólunum? Nei. Nokkrir krakkar í Grandaskóla brugðu á leik á jólaballi skólans og klæddu sig sem jólasveina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar