Ófærð

©Sverrir Vilhelmsson

Ófærð

Kaupa Í körfu

TALSVERÐAR tafir urðu í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í gær, en hríðarbylur geisaði fram undir hádegi og skóf mikið í skafla á gatnamótum, hringtorgum og bílastæðum. Bílar voru stopp víða um borgina í gær og ollu þeir talsverðum töfum þar sem þeir sátu fastir á götunum og töfðu auk þess snjómokstur. Ekki var mikið um óhöpp af völdum kyrrstæðra bíla og segir Lögreglan í Reykjavík fjölda slysa eins og á meðaldegi. Lögreglumenn vildu ekki meina að bílar væru verr búnir nú en áður, færð hafi spillst fljótt og ekki orðið verri í langan tíma. MYNDATEXTI: Margir skildu bílana eftir heima og notuðust við strætisvagna til að komast leiðar sinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar