Jólaball
Kaupa Í körfu
Hellissandur | Kvenfélög hér á Hellissandi stóðu fyrir myndarlegri jólatrésskemmtun sl. sunnudag í Félagsheimilinu Röst. Þar var mikið sungið og gengið kringum fagurlega skreytt jólatré. Þegar hvað fastast var stigið á gólf og ákafast sungið birtust allt í einu tveir jólasveinar. Var þeim vel fagnað. Þeir voru með stóra poka á baki en lögðu þá til hliðar og skelltu sér í dansinn. Var nú sungið og gengið kringum jólatréð góða stund eða þar til jólasveinarnir tóku sig til, opnuðu pokana sína og kölluðu til sín allan barnahópinn og færðu öllum börnunum eitthvað gott. Konurnar úr kvenfélögunum voru svo með kaffi og kökur fyrir fullorðna fólkið. Þorkell Cýrusson var forsöngvari og hljómsveitin BÍT lék með. Það eru áttatíu ár frá því að byrjað var að halda hér jólatrésfagnað líkan þeim sem nú var haldinn. Árið 1924 stóð Góðtemplarastúkan Berglind nr. 192 fyrir slíkri skemmtun og hafði forgöngu um það til ársins 1938 að Kvenfélag Hellissands tók þetta verkefni að sér og hefur staðið fyrir því með miklum myndarbrag. Síðustu ár hefur Lionsklúbburinn Þernan staðið fyrir skemmtuninni ásamt Kvenfélagi Hellissands.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir