Jóní Jónsdóttir

Jóní Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Í búðarápi ekki alls fyrir löngu rakst blaðamaður inn í "allt mögulegt" verslun, sem heitir einfaldlega Búðin og er við Laugaveg 12a. Búðin er umboðssala ungra hönnuða og hugmyndafólks og hefur það markmið helst að gefa ólíku fólki færi á að koma vörum sínum á framfæri. Í Búðinni gaf að líta marga skemmtilega hluti, meðal annars nokkra fagurlega heklaða kraga. Með sumum krögunum fylgdi spenna með hekluðu skrauti í stíl, einnig er hægt að kaupa spennurnar sér. Hönnuður og sú sem heklar kragana er Jóní Jónsdóttir eins og hún hefur verið kölluð frá barnæsku en fullu nafni heitir hún Ólöf Jónína Jónsdóttir. Jóní er myndlistarmaður, útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 1996, úr skúlptúrdeild. Hún stundað nám í málaradeild í Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn. MYNDATEXTI: Jóní Jónsdóttir: Vill hafa kragana hlýja og þægilega. Spennan er í stíl

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar