Íslenskuskólinn

Sverrir Vilhelmsson

Íslenskuskólinn

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKUSKÓLINN, skóli á Netinu fyrir íslensk börn búsett erlendis, var formlega opnaður með undirritun samnings um stofnun hans í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Markmið skólans er að veita aðgang að efni og fjarkennslu fyrir börn til að læra og þjálfa íslenska tungu en heimasíða skólans er: www.islenskuskolinn.is. Kennsla nær til leik- og grunnskólastigs. Það voru utanríkisráðuneytið og menntamálaráðuneytið sem áttu frumkvæði að stofnun skólans og munu veita fé til rekstrar hans til loka júní 2004. Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands hefur umsjón með kennslunni til að byrja með en síðan er gert ráð fyrir að einkaaðilar taki við rekstri skólans. MYNDATEXTI: Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra auk Ólafs Proppé rektors sem skrifaði undir f.h. Símenntunarstofnunar Kennaraháskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar