Stefán Jónsson

Garðar P. Vignirsson

Stefán Jónsson

Kaupa Í körfu

Missti fót en hélt lífi "ÞEIR héldu honum fyrir innan. Við það missti hann fótinn en það er skárra en að missa lífið," segir Ólafur Arnberg Þórðarson, skipstjóri á Eldhamri, en einn af skipverjum hans missti hægri fót við ökkla þegar hann festi báða fætur í færi seint í fyrrakvöld. Vinstri fótur sjómannsins fór einnig illa og var farið að þrengja verulega að ökklanum þegar félagar mannsins um borð náðu að skera færið í sundur svo slaki kom á. Slysið varð þegar verið var að klára að leggja netatrossu seint í fyrrakvöld. Ólafur skipstjóri sló strax af og bakkaði þegar hann varð atviksins var. MYNDATEXTI: Bjargvætturinn Stefán Jónsson skipverji á Eldhamri GK: "Við stoppuðum blóðrásina með því að binda ofan við báða fæturna."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar