Jóhann Halldórsson

Jóhann Halldórsson

Kaupa Í körfu

Hristir upp í gráu sellunum Jóhann Halldórsson Ákveðinn kjarni sem mér finnst mikilvægur JÓHANN Halldórsson er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Vörðufangs. Eftir að hafa starfað í lögmennsku í átta ár, segir hann að sig hafi langað til að breyta til. "Ég ákvað að nota þetta nám sem skref út úr því ferli sem ég var í, bæði til að bæta við mig í námi og tengslum í atvinnulífinu," segir Jóhann. Hann er svo til nýbyrjaður í framkvæmdastjórastarfinu og segir starfið í raun að hluta til ávöxt þeirra breytinga sem orðið hafi á sínum högum vegna námsins. -En hafðir þú ekki allt í það sem lögfræðingur? "Nei, það vantaði upp á ýmislegt úr fjármálahlutanum sem er mjög mikilvægur. Þannig er ákveðinn kjarni í náminu sem mér finnst mjög gagnlegur. Á seinustu tveimur önnunum, sem hefjast eftir áramót, eru til dæmis valnámskeið þar sem nemendur geta lagt áherslu á það sem þá langar til að kynna sér betur." MYNDATEXTI: Jóhann Halldórsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar