Blóð- og krabbameinsdeild

Jim Smart

Blóð- og krabbameinsdeild

Kaupa Í körfu

Yfir 11 þúsund komur á deildina á síðasta ári Dagdeild blóð- og krabbameinslækninga tók formlega til starfa í nýjum húsakynnum á LSH við Hringbraut í gær en deildin hefur búið við afar þröngar aðstæður síðustu ár, að sögn forsvarsmanna spítalans, eða allt frá því sjúkrahúsin í Reykjavík voru sameinuð. Í fyrra voru komur sjúklinga á deildina alls 11.185 sem var u.þ.b. 12% aukning frá fyrra ári. Meginviðfangsefni deildarinnar sem staðsett er í elsta húsnæði Landspítalans verður sem fyrr að sinna sjúklingum með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. MYNDATEXTI: Fjöldi starfsmanna hlýddi á ávörp þegar deildin tók til starfa í nýju húsnæði í gær og hún var blessuð. Frá vinstri: Gunnhildur Magnúsdóttir, deildarstjóri blóð- og krabbameinslækningadeildar, Kristín Sophusdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði II, sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Magnús Pétursson forstjóri LSH, og Sigurður Björnsson, yfirlæknir deildarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar