Atlantsolía selur bensín

Ásdís Ásgeirsdóttir

Atlantsolía selur bensín

Kaupa Í körfu

Lítrinn lækkaði um 2-3 krónur í kjölfar þess að Atlantsolía hóf bensínsölu Lægst verð hjá Orkunni í Kópavogi í gærkvöldi BENSÍNVERÐ á sjálfsafgreiðslustöðvum olíufélaganna lækkaði um tvær til þrjár krónur í gær í kjölfar þess að Atlantsolía hóf að selja bensín á afgreiðslustöð sinni við Kópavogsbraut um miðjan dag. Bensínlítrinn kostar nú minnst hjá Orkunni við Skemmuveg í Kópavogi, 91,4 kr. lítrinn, en á öðrum stöðvum Orkunnar 92,4 kr. Á sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB, Esso Express og Atlantsolíu kostar lítrinn 92,50 kr. MYNDATEXTI: Atlantsolía hóf sölu á bensíni í gær og kostaði lítrinn þar 92,50 kr. Önnur olíufélög brugðust við og lækkuðu verð á á sjálfsafgreiðslustöðvum. Með fullri þjónustu kostar lítrinn af 95 oktana bensíni yfir 100 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar