Hval rekur á land

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hval rekur á land

Kaupa Í körfu

ÞENNAN hval rak nýlega á Landeyjafjöru í Vestur-Landeyjum en hvalreki á þessum slóðum mun vera sjaldgæfur. Stefán Óskarsson, bóndi á Skipagerði, sem hér stendur við hræið þar sem það liggur í fjörunni, man þó eftir því þegar mun stærri hval rak á land einmitt á þessum sömu slóðum fyrir nokkrum árum. Starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar hefur þegar verið gert viðvart um fundinn. Við fyrstu sýn virðist sem hér sé um búrhvalskálf að ræða en lengd dýrsins er á að giska tíu metrar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar