Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir

Sigurður Elvar Þórólfsson

Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir

Kaupa Í körfu

Ég er auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu og árið 2003 er það besta til þessa hjá mér en markmiðið er að gera betur," sagði sundkonan Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir eftir að kjöri á íþróttamanni ársins á Akranesi var lýst á þriðjudaginn. Kolbrún Ýr er ekki óvön því að handleika verðlaunagripinn sem Helgi Daníelsson afhenti henni, enda er þetta í fjórða sinn sem hún fær þessa viðurkenningu. Fyrst fyrir árið 1998, 1999, 2002 og nú fyrir árið 2003 en að þessu sinni fékk hún fullt hús stiga, 100 stig, hjá 10 manna dómnefnd Íþróttabandalags Akraness.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar