Lions-starf

Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason

Lions-starf

Kaupa Í körfu

Stjórnarmenn Lionsklúbba á Snæfellsnesi og í Dölum komu saman til fundar 10. janúar sl. í Grundarfirði. Nefnist slíkur fundur svæðisfundur og er haldinn þrisvar á starfsárinu. Þar er farið yfir starfsemi vetrarins hjá klúbbunum og málefni Lionshreyfingarinnar rædd. Á þessu svæði eru starfandi níu klúbbar og þar af fjórir klúbbar í Snæfellsbæ. Í klúbbunum eru 250 Lionsfélagar. Elsti klúbburinn er Lionsklúbbur Búðardals sem hefur starfað í 40 ár. MYNDATEXTI: Þróttmikið starf: Forsvarsmenn Lionsklúbbanna á Snæfellsnesi og í Dölum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar