Rafmagn fór af Mývatnssveit - Pálmi og Gunnar

Birkir Fanndal

Rafmagn fór af Mývatnssveit - Pálmi og Gunnar

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Þeir voru á leið heim úr Reykjahlíðarskóla, Pálmi og Gunnar, og höfðu lært nægju sína þennan mánudaginn. Þeir láta sig litlu varða þó hríðarhraglandi blási napurt og rafmagnið hafi farið af sveitinni en það gerðist í bleytuhríð á sunnudagskvöld að rafmagnslaust varð um alla sveit í rúma klukkustund. Ástæðan var sú að sögn Rarik-manna að ísing og krap truflaði einangrara í staur hjá Klofakletti í Vogum. Nokkurn snjó hefur sett niður og horfir þokkalega til skíðaiðkana þegar veðrið lægir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar