Snjóflóð - Rúnar og Ragnar á Bakka

Kristján Kristjánsson

Snjóflóð - Rúnar og Ragnar á Bakka

Kaupa Í körfu

ÁBÚANDI á bænum Bakka í Ólafsfirði fórst er stórt snjóflóð úr Bakkahyrnu féll á bæinn síðdegis á þriðjudag að því er talið er. Hinn látni fannst snemma í gærmorgun. Vegna atburðarins hefur forsætisráðherra skipað rannsóknarnefnd til að rannsaka orsakir og afleiðingar snjóflóðsins. Snjóflóðið er talið hafa fallið milli klukkan 16 og 20 á þriðjudag og tók íbúðarhúsið að Bakka af grunninum. Ekkert stendur eftir nema suðurgafl hússins. Snjóflóðið rann um 100 metra niður fyrir húsið, að fjárhúsunum. MYNDATEXTI: Rúnar Kristinsson og Ragnar Björnsson, vélsleðamenn úr Ólafsfirði, skoða verksummerki á Bakka eftir snjóflóðið. Suðurgafl hússins stendur á grunni sínum en gríðastórt flóðið hreif aðra útveggi og þak íbúðarhússins með sér tugi metra áður en það stöðvaðist við fjárhúsin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar