Petra Jósepsdóttir

Skapti Hallgrímsson

Petra Jósepsdóttir

Kaupa Í körfu

NÝIR eigendur Útgerðarfélags Akureyringa héldu fund með starfsfólki í hádeginu í gær og fóru yfir stöðu mála, en feðgarnir Kristján Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Kristjánsson, sem eiga útgerðarfyrirtækið Tjald í Reykjavík og KG-fiskverkun á Rifi á Snæfellsnesi, keyptu ÚA í fyrradag fyrir 9 milljarða króna. .. Petra Jósepsdóttir byrjaði að vinna hjá ÚA árið 1998 og var hún að störfum við innmötun í gærdag. "Ég fann ekki fyrir því að starfsfólkið væri neitt hrætt um sína stöðu þegar fréttir bárust af eigendaskiptum fyrirtækisins, mér fannst fólk bara rólegt yfir þessu og fann ekki að það hefði áhyggur," sagði Petra. Hún sagði að sér litist vel á nýja eigendur fyrirtækisins og hún hefði ekki heyrt annað en fólk væri jákvætt. "En auðvitað heyrir maður að margir hefðu heldur viljað að heimamenn ættu fyrirtækið, en það er sjálfsagt að þessir menn fái tækifæri," sagði Petra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar