Óveður á Skagaströnd

Ólafur Bernódusson

Óveður á Skagaströnd

Kaupa Í körfu

ÞRJÁR trillur sukku í höfninni á Skagaströnd í fyrrinótt og hafa fimm trillur því sokkið í höfninni í illviðrinu frá því aðfaranótt þriðjudags. Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Strönd reyndu árangurslítið að dæla sjó úr bátunum og moka upp úr þeim snjó en veðurofsinn og fannfergið var slíkt að ekkert dugði til að halda þeim á floti. MYNDATEXTI: Þrátt fyrir mikla vinnu björgunarsveitarmanna tókst ekki að bjarga þessum þremur bátum í höfninni. Tveir bátar til viðbótar sukku í höfninni aðfaranótt þriðjudags. Hluti þaksins á Vélaverkstæði Karls Berndsen féll niður undan snóþunga eins og sjá má á innfelldu myndinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar