Fyrirspurnarsöngl vann nýsköpunarverðlaunin 2003

Fyrirspurnarsöngl vann nýsköpunarverðlaunin 2003

Kaupa Í körfu

VERKEFNIÐ Fyrirspurnarsöngl - úrvinnsla sönglaðra fyrirspurna í tónlistargagnagrunninum hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2003 á Bessastöðum á fimmtudag. Það voru fjórir nemendur á tölvunarfræðibraut í Háskólanum í Reykjavík sem hönnuðu kerfi sem gerir notanda þess kleift að leita að ákveðnum lagbút úr lagasafni með því að söngla hluta lagsins í hljóðnema. Kerfið sér svo um samanburð á sönglinu og tónverkunum í gagnasafninu og finnur þau tónverk sem eru svipuð. Að verkefninu stóðu Freyr Guðmundsson, Gunnar Einarsson, Jóhann Grétarsson og Ólafur Guðjónsson, en leiðbeinandi hópsins var dr. Björn Þór Jónsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. MYNDATEXTI: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti nýsköpunarverðlaunin á fimmtudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar