Idol stjörnuleit

Kristján Kristjánsson

Idol stjörnuleit

Kaupa Í körfu

ÚRSLITAVIÐUREIGNIN í Idol-Stjörnuleit fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind í gærkvöld frammi fyrir fullu húsi með rífandi stemmningu. Idol-samkvæmi voru haldin um allt land, þau stærstu á heimavígstöðvum keppendanna. Aðdáendur sjómannsins Kalla Bjarna skemmtu sér og studdu sinn mann í félagsheimilinu Festi í Grindvík, Norðlendingar hvöttu Önnu Katrínu í Sjallanum á Akureyri og aðdáendur Jóns Sigurðssonar komu saman á NASA á Austurvelli. Það var sama hvar ljósmyndari Morgunblaðsins bar niður, alls staðar var rífandi stemmning og tilfinningahitinn ætlaði allt um koll að keyra. MYNDATEXTI: Akureyringar fjölmenntu í Sjallann á Akureyri í gærkvöld til að fylgjast með úrslitakvöldinu í Idol stjörnuleit og eins vænta mátti var það Anna Katrín Guðbrandsdóttir sem átti stuðning þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar