Átröskun

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Átröskun

Kaupa Í körfu

Hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann væri með lystarstol fyrir þremur til fjórum mánuðum. Þá var hann 54 kg en 182 cm á hæð. Hann er 17 ára framhaldsskólanemi. Sjúkdómurinn lét fyrst á sér kræla fyrir um þremur árum. "Ég var lagður mikið í einelti þegar ég var yngri. Ég var ekki of feitur heldur skar ég mig úr vegna þess að ég hafði ekki jafnmikinn íþróttaáhuga og hinir strákarnir. Það eru allir flokkaðir niður og maður kemst ekki áfram félagslega nema að vera á ákveðinn hátt. Ég var bara út úr af því að ég hafði meiri áhuga á að vera í leikfélaginu en í fótbolta."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar