Asparholt 1-6 Álftanesi

Asparholt 1-6 Álftanesi

Kaupa Í körfu

Álftanes hefur ávallt haft mikið aðdráttarafl fyrir marga, en friðsæld, opin svæði og útsýni eru þar áberandi. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýbyggingar Húsbygg ehf. við Asparholt og Birkiholt. Náttúrufegurð er mikil á Álftanesi eins og allir þekkja. Mikið er þar af opnum svæðum og stórar tjarnir eins og Kasthúsatjörn, Lambhúsatjörn, Bessastaðatjörn og Skógtjörn setja mikinn svip á umhverfið, ekki hvað sízt á sumrin þegar þær iða af fuglalífi. Víða eru mjög skemmtilegar fjörur og aðgangur að góðri strönd er langt umfram það sem gengur og gerist annars staðar. MYNDATEXTI: Horft yfir nýbyggingasvæðið. Húsin munu standa á góðum stað á Álftanesi. Þó að landið liggi lágt er ekkert sem skyggir á útsýnið, hvorki út á sjóinn né til fjalla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar