Helena Ólafsdóttir - Fótboltastelpur í Boganum

Kristján Kristjánsson

Helena Ólafsdóttir - Fótboltastelpur í Boganum

Kaupa Í körfu

HELENA Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, var gestur á fótboltadegi fyrir stelpur sem haldinn var í Boganum á Akureyri sl. sunnudag. Helena sá m.a. um æfingu fyrir 2. flokk og meistaraflokk en henni til aðstoðar var landsliðskonan Íris Andrésdóttir. Íþróttafélögin Þór og KA sáu sameiginlega um framkvæmd fótboltadagsins, sem var sérstaklega fyrir stúlkur á grunnskólaaldri. MYNDATEXTI: Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, önnur f.h., ræðir við yngri og eldri fótboltastelpur í Boganum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar